Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun og skipulag verkfallsaðgerða

05.05.2015

VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Flóabandalagið senda frá sér sameiginlega fréttatilkynningu til að kynna atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun og skipulag verkfallsaðgerða. Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan.

Nánar...

Formannafundur LÍV ósáttur við seinagang í kjaraviðræðum

Formannafundur LÍV, Landssambands ísl. verzlunarmanna, var haldinn í húsakynnum VR þann 22. apríl. Tilefni fundarins var staðan í kjaraviðræðum. Landssambandið lagði fram kröfugerð þann 13. febrúar sl. og hefur verið fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins nokkrum sinnum síðan. 

Nánar...

VR og LÍV hefja undirbúning aðgerða

Mánudaginn 27. apríl var haldinn árangurslaus samningafundur hjá ríkissáttasemjara milli fulltrúa VR og LÍV annars vegar og SA hins vegar. VR hélt fund með stjórn og trúnaðarráði sínu í gær þ. 28. apríl og hefur hafið undirbúning verkfallsaðgerða. Stjórnir og trúnaðarráð annarra aðildarfélaga LÍV munu hittast á næstu dögum og fara yfir stöðuna.

 

Nánar...

LÍV vísar kjaradeilu til sáttasemjara

Föstudaginn 17. apríl sl. vísaði Landssamband ísl. verzlunarmanna deilu um gerð kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á grundvelli 2. mgr. 24. gr. laga nr. 80/1938.
Allt frá því að kröfugerð var lögð fram hafa átt sér stað viðræður milli aðila sem ekki hafa skilað þeim árangri sem til var ætlast og því talið eðlilegt að vísa á þessum tímapunkti.

Nánar...