Skráning á póstlista

Netfang

30. þing LÍV 2017

Þing Landssambands ísl. verzlunarmanna eru haldin á 2ja ára fresti.  Þing var haldið í Meningarhúsinu Hofi á Akureyri dagana 13. - 14. október 2017.  LÍV var stofnað 2. júní 1957 og fagnaði 60 ára afmæli á 30. þingi sambandsins.

Nýir kjarasamningar samþykktir

Sameiginlegri allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna aðildarsamtaka ASÍ um kjarasamning milli aðildarsamtaka ASÍ og Samtaka atvinnurekenda frá 21. janúar 2016 lauk á hádegi þann 24. janúar. Samningurinn var samþykktur með 91,28% greiddra atkvæða.
Á kjörskrá voru 75.635 félagsmenn.  Atkvæði greiddu 10.653 eða 14,08%.  Já sögðu 9.724 en 832 sögðu nei eða 7,81%.  Auðu skiluðu 97 eða 0,91%.

Sameiginlegri atkvæðagreiðslu um kjarasamning VR/LÍV við Félag atvinnurekenda frá 22. janúar 2016 lauk á sama tíma og var samningurinn samþykktur með 91,59% greiddra atkvæða.
Á kjörskrá voru 1.677 félagsmenn. Atkvæði geiddu 321 eða 19,14%. Já sögðu 294 en 25 sögðu nei eða 7,79%.  Auðu skiluðu 2 eða 0,62%.

Klukk - tímaskráningarapp

Klukk er tímaskráningarapp fyrir Iphone og Android sem hjálpar þér að halda utan um vinnutímana þína með einföldum hætti. Þannig hjálpar appið upp á að þú fáir rétt greitt frá þínum launagreiðanda.  Sjá nánar.

Fréttaveita LÍV