13. mar 2019

VS samþykkir sameiningu við VR

Félagsmenn Verslunarmannafélags Suðurnesja samþykktu sameiningu við VR í rafrænni atkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi miðvikudaginn 13. mars.
Á kjörskrá voru 1.213 og alls greiddu 315 atkvæði eða 25,97%.
Niðurstaðan var sú að 82,52% félagsmanna samþykktu sameiningu en 17,14% voru á móti. Til að sameiningin yrði samþykkt þurfti samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða fullgildra félagsmanna VS. 

VS mun sameinast undir nafni og kt. VR frá og með 1. apríl 2019 að því gefnu að sameining verði samþykkt af hálfu VR á aðalfundi félagsins 27. mars n.k.