Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

ESB styrkir stöðu sjálfstætt starfandi

Samkeppnisreglur hindri ekki stéttarfélagsaðild

Mikil umræða hefur átt sér stað innan vébanda félaga í ASÍ um réttarstöðu fólks í ótryggum ráðningarsamböndum, en það á við um flest þau sem starfa sjálfsstætt. Félög innan LÍV hafa tekið virkan þátt í þessu samtali og meðal annars átt fulltrúa í nefnd ASÍ þar sem fjallað hefur verið um stöðu þessa hóps. Í þeirri vinnu kom meðal annars í ljós að mögulega voru samkeppnisreglur ESB að stangast á við félagafrelsi þeirra sem starfa sjálfstætt.


Nú hefur framkvæmdastjórn ESB lagt fram skýringar varðandi framkvæmd samkeppnisregluverksins og þar er réttarstaða sjálfstætt starfandi styrkt til muna, því þar er skýrt tekið fram að samkeppnisreglur geti ekki orðið til þess að koma í veg fyrir samstarf sjálfstætt starfandi í stéttarfélögum.

Sjá nánar í frétt UNI Europe