Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Atvinnulýðræði fyrir Evrópudóminn

Atvinnulýðræði fyrir Evrópudóminn

Atvinnulýðræði á sér djúpar rætur í mörgum þeirra landa sem standa saman að ESB, en regluverkið hefur þó byggt að mestu á lagabókstaf einstakra landa fremur en ESB ákvörðunum. En rétt fyrir síðustu jól, þá sendi Evrópuþingið til að mynda frá sér ályktun þar sem lögð var ríkuleg áhersla á mikilvægi atvinnulýðræðis til þess að tryggja félagslegan stöðugleika og réttlát viðbrögð við bæði tæknibreytingum og umhverfisáhrifum.

Hingað til hefur verið litið svo á að regluverk ESB þýddi að fyrirtæki gætu ekki komið sér undan þeim skyldum sem á þeim hvíla í þessum efnum með því að breyta rekstrarformi sínu í svokölluð evrópsk félög, Societas Europaea (SE), en hátæknifyrirtækið SAP sem framleiðir hugbúnað er nú að gera tilraun til þess. Hingað til hefur SAP þurft að hlýta þýskum lögum, þar sem starfsfólk skipar helming fulltrúa í stjórn, en nú reynir SAP grafa undan þessu og telur sig ekki lengur bundið af Þýskum lögum. Samtök launafólks í Evrópu hafa farið með málið fyrir dóm, enda um gríðarlega hagsmuni að ræða og málið verða tekið fyrir í Evrópudómstólnum 28. Apríl.

Social Europe skrifar fréttaskýringu