Skráning á póstlista

Netfang

Ný heimasíða

Nú er ný heimasíða Landssambands íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) komin í loftið. Nýjungar á síðunni eru meðal annars lykiltölur en þar verða birtar helstu tölur sem snúa að íslensku efnahagslífi og kjaramálum auk þess sem nýju fréttabréfi verður gert hátt undir höfði.

Nánar...

Auglýst er eftir hagfræðingi

Hagfræðingur hjá Landssambandi íslenzkra verslunarmanna (LÍV) og á Þróunarsviði VR.
Helstu verkefni hagfræðings verða:

Verkefnastjórn hjá LÍV.

Að fylgjast með framvindu efnahagsmála og vera samninganefndum LÍV og VR til ráðgjafar í þeim efnum.

Almennar greiningar m.a. á vinnumarkaði og álitamálum tengdum kjarasamningum.

Almenn tölfræðigreining, hagkvæmniútreikningar og önnur sérverkefni.

Nánar...

Auglýst er eftir sérfræðingi á sviði starfsmenntamála

Sérfræðingur hjá Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) og á Þróunarsviði VR.
Helstu verkefni sérfræðings verða:

Verkefnastjórn á vettvangi starfsmenntasjóða.

Frumkvæði að þróun starfsmenntunar/fagmenntunar fyrir verslunar- og þjónustugreinar.

Samskipti við stofnanir á sviði endur- og símenntunar.

Nánar...

Formannafundur LÍV

Formannafundur LÍV var haldinn 4. - 5. maí sl.  Þar komu saman fulltrúar frá flestum aðildarfélögum LÍV til skrafs og ráðagerða.

Góð þátttaka var á fundinum að þessu sinni sem lýsir vel þeim krafti sem LÍV og aðildarfélögin búa flest hver yfir. Á fundinum var rætt um þau mál sem efst eru á baugi í tengslum við núverandi kjarasamning og hvað þurfi að gera til þess að efla lífskjör í landinu á komandi misserum. Þá var einnig farið yfir skýrslu ráðgjafanefndar VR um lífeyrissjóðina.