Skráning á póstlista

Netfang

Viðræðuáætlanir vegna kjarasamninga undirritaðar

Þann 19.september var skrifað undir viðræðuáætlanir vegna endurnýjunar kjarasamninga milli VR, Landssambands ísl. verzlunarmanna og viðsemjenda þeirra, þ.e. Samtaka atvinnulífsins annars vegar og Félags atvinnurekenda hins vegar. Undirritunin markar formlegt upphaf samningaviðræðna.

Nánar...

Af stjórnarfundi

Á stjórnarfundi LÍV 29. maí s.l. kom m.a. fram að Stefán Einar Stefánsson hafi látið af stjórnarstörfum hjá landssambandinu. Samþykkt var á fundinum að varaformaður, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, tæki við sem formaður til LÍV þings sem ákveðið hefur verið að halda á Akureyri dagana 8. og 9. nóvember n.k. Guðbrandur Einarsson var kjörinn varaformaður og Páll Örn Líndal ritari.

Á fundinum var rætt um undirbúning að gerð næstu kjarasamninga og ákveðið að boða til formannafundar LÍV í september.

Formannafundur LÍV - 13. september

Formannafundur LÍV verður haldinn 13. september kl. 11-13 í Húsi verslunarinnar 0-hæð.

Umfjöllunarefni fundarins er kjarakönnun sem gerð var fyrir LÍV til undirbúnings komandi kjarasamninga

Nánar...

Formannafundur LÍV í haust

Í aðdraganda komandi kjarasamninga vill stjórn LÍV boða til formannafundar í haust. Boðað verður til fundarins í september n.k. þar sem fulltrúar frá aðildarfélögunum munu fara yfir helstu málefni og kröfur er snúa að endurnýjun kjarasamningsins sem rennur út þann 30. nóvember n.k.