Hugleiðing í kjölfar undirritunar kjarasamninga

Mig langaði með þessari hugleiðingu að benda á nokkur atriði vegna umfjöllunar fjölmiðla um nýgerðan kjarasamning.
Svo virðist sem allir þeir sem neituðu að skrifa undir kjarasamninginn (5% af hópnum) fái umfjöllun í fjölmiðlum en aðeins er rætt við Gylfa Arnbjörnsson þegar kemur að því að lýsa viðhorfum þeirra 95% sem standa á bak við kjarasamninginn.
Allir í þessum 5% hópi lýsa yfir mikilli óáægju með gerðan samning og m.a haft eftir Arnari Hjaltalín, formanni Drífanda í Vestmannaeyjum á visi.is, „að launahækkanir samkvæmt samningnum skiptist óréttlátt niður. Þeir sem hafa lægst laun fái fæstar krónur en þeir sem hafa mest fyrir fái mestu hækkanirnar.

Þetta er auðvitað bara rangt. Þeir sem lægstu hafa launin fá 9.750 kr. skv samningi en almenna hækkun tryggir a.m.k 8.000 kr.

Nánar...

Hvað ætla hinir að gera? Áskorun til sveitarfélaga

Fimmtudaginni 14. Nóvember tilkynnti meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur að fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir vegna ársins 2014 yrðu dregnar til baka. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, lýsti því í viðtali að borgin vildi með þessu auka möguleikana á því koma hér á stöðugleika og  stuðla að því að auka kaupmátt launafólks sem nú að í viðræðum við viðsemjendur um nýjan kjarasamning.

Nánar...

Tilkynning frá samninganefnd ASÍ

Samninganefnd ASÍ hefur á undanförnum vikum unnið að því að leggja grunn að aðfarasamningi við Samtök atvinnulífsins, þar sem þess yrði freistað að ná auknum kaupmætti, tryggja stöðugleika í efnahagsmálum og lágri verðbólgu. Ágætur árangur hefur náðst um umgjörð slíks samnings. Í dag kom hins vegar í ljós djúpstæður ágreiningur við SA um launalið væntanlegs samnings, sérstaklega það sem snýr að hækkun lægstu launa. Svo langt er á milli aðila að samninganefnd ASÍ telur forsendur brostnar fyrir þeirri leið sem átti að varða. SA hafnar þeirri kröfu ASÍ að hækka lægstu laun um ákveðna krónutölu. Því hefur samninganefnd ASÍ tilkynnt SA að viðræðum á þessum grunni sé hætt. Framhald viðræðna um gerð nýrra kjarasamninga er á höndum aðildarsamtaka ASÍ.

Áhersla á kjara- og menntamál á þingi LÍV

Íslenskt launafók verður ekki eitt gert ábyrgt fyrir því að koma á stöðugleika, segir í kjaramálaályktun 28. Þings Landssambands ísl. verzlunarmanna sem haldið var á Akureyri dagana 8. og 9. nóvember. Kjaramálin og starfsmenntamálin voru helstu mál þingsins. Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, var kosinn nýr formaður sambandsins.

Nánar...