Samningar samþykktir í öllum aðildarfélögum

Rafræn atkvæðagreiðsla aðildarfélaga Landssambands ísl. verzlunarmanna um nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda er lokið. Niðurstöður kosningana liggja nú fyrir og hafa samningarnir verið samþykktir í öllum aðildarfélögum.

Nánar...

Kjarasamningur LÍV/VR og SA 2015

Skrifað var undir nýjan kjarasamning milli LÍV/VR og Samtaka atvinnulífsins þann 29. maí 2015. Gildistími samningsins er til loka árs 2018. Samningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna aðildarfélag LÍV eins fljótt og auðið er.

Nánar...

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning milli LÍV og SA

Rafræn atkvæðagreiðsla aðildarfélaga Landssambands ísl. verzlunarmanna um nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda hefst 10. júní 2015 kl. 9:00 og lýkur 22. júní kl. 12:00 á hádegi. Kjörgögn með nánari upplýsingum berast félagsmönnum á næstu dögum.

Nánar...

Hækkun lægri launa og millitekna

Fundað hefur verið stíft síðustu daga og liggja nú fyrir meginlínur draga að nýjum kjarasamningi sem VR, LÍV, Flóafélögin og Stéttarfélag Vesturlands hafa unnið að með SA síðustu daga. 

Samningsdrögin gera ráð fyrir að gildistíminn verði til loka árs 2018 og er aðaláhersla á hækkun lægri launa og að verja millitekjur. Lágmarkstekjutrygging hækkar um 86 þúsund krónur á samningstímanum, fer í kr. 245 þúsund krónur á mánuði við gildistöku samningsins og kr. 300 þúsund á mánuði frá og með maí 2018.

Nánar...