Nýr kjarasamningur undirritaður

Nýr kjarasamningur var undirritaður 21. janúar 2016 milli aðildarfélaga ASÍ við SA.  Samningurinn mun gilda frá 1. janúar 2016 - 31. desember 2018.

Nánar...

29. þing LÍV haldið á Akureyri 16. - 17. október

ingfulltrar  29. ingi LV

 

29. þing Landssambands ísl. verzlunarmanna var sett á Akureyri í morgun, 16. október, í skugga flókinnar stöðu á vinnumarkaði. 80 fulltrúar aðildarfélaga LÍV hvaðanæva af landinu sitja þingið sem haldið er annað hvert ár. 

Nánar...

Þing LÍV kallar eftir nýjum vinnubrögðum

Þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) kallar eftir nýjum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga þar sem allir axli sína ábyrgð. Margir hópar hafi farið fram síðustu misseri og reynt að rétta sinn hlut, óháð því hvaða áhrif það hafi á aðra launahópa eða hagkerfið. Á því tapa allir, segir í ályktun þingsins. 29. þing LÍV var haldið dagana 16. - 17. október á Akureyri og sátu það 79 fulltrúar aðildarfélaga sambandsins.

Nánar...

Kjarasamningar LÍV samþykktir

Kjarasamningar allra aðildarfélaga Landssambands ísl. verzlunarmanna og atvinnurekenda voru samþykktir með miklum meirihluta atkvæða í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem lauk 22. júní 2015.

Greidd voru atkvæði um tvo samninga sem gilda frá 1. maí 2015 - 31. desember 2018. Árlegar hækkanir verða í byrjun maí hvert ár.

pdfNiðurstaða kosninga um kjarasamning