10. apr 2019

Kosningar um kjarasamninga aðildarfélaga LÍV

Upplýsingar um rafræna atkvæðagreiðsla félagsmanna aðildarfélaga LÍV um nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda:

Hefst 11. apríl kl. 9:00 og lýkur 15. apríl kl. 12:00 hjá: VR, Félagi verslunar- og skrifstofufólks Akureyri, Vmf. Skgafjarðar, Stéttarfélaginu Samstöðu, Framsýn stéttarfélagi og Vlf. Þórshafnar.

Hefst 12 apríl kl. 13:00 og lýkur 23. apríl kl. 16:00 hjá: Stéttarfélagi Vesturlands, Vlf. Snæfellinga og Vlf. Vestfirðinga.

Kosningar fara fram á heimasíðu Landssambands ísl. verzlunarmanna www.landssamband.is og heimasíðum aðildarfélaga sambandsins. Innskráning á kjörseðil er með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Ef þú ert ekki með Íslykil eða rafræn skilríki sækir þú um á island.is.

Atkvæðisrétt hafa allir félagsmenn innan LÍV sem starfa á grundvelli kjarasamninga við SA og FA og hafa greitt félagsgjald til stéttarfélagsins á árinu 2019.