Fara á efnissvæði

Þing 2003

24. þing Landssambands ísl. verzlunarmanna (LÍV) var haldið í Reykjavík 14.-15. nóvember 2003.

Talsverðar breytingar voru gerðar á lögum sambandsins.  Inn komu ný ákvæði um úthlutun fulltrúa á ársfund ASÍ, skatti til sambandsins var breytt úr krónutöluskatti í hlutfallsskatt og fallið frá fyrri ákvörðun um að halda þing sambandsins árlega og ákveðið að halda þau annað hvert ár.

Meginþema þingsins var kjara- og efnahagsmál og var því ætlað að marka upphafið að formlegum undirbúningi kjarasamninga verslunarmanna en samningar eru lausir 1. mars 2004.

Formaður HK/Handel í Danmörku var gestur þingsins og hélt fróðlegt erindi um kjarasamninga sambandsins og áherslur þeirra í komandi kjarasamningum en þeir eru lausir á sama tíma og samningar LÍV. 
Þá héldu Ólafur Darri Andrason og Stefán Úlfarsson, sem eru hagfræðingar hjá ASÍ, fróðleg erindi um horfur í efnahagsmálum og útkomu kjarasamninganna 2000. 
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ hélt mjög áhugavert erindi um stækkun Evrópska efnahagssvæðisins og þá valkosti, sem Íslendingar hafa næstu árin. 
Gunnar Páll Pálsson og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir fjölluðu síðan um áherslur LÍV í kröfugerðinni, sem er framundan og greindu frá fyrstu niðurstöðum í viðhorfskönnun, sem gerð var fyrir rúmri viku.

Þingið lýsti yfir áhyggjum af atvinnuleysi, fyrirhugaðri skerðingu atvinnuleysisbóta, afstöðu ríkisvaldsins til lífeyrismála og stöðu mála á Suðurnesjum vegna uppsagna hjá Varnarliðinu.

Næsta þing verður haldið á Akureyri í nóvember 2005

Þingskjöl

Þingskjal nr. 1 Dagskrá

Þingskjal nr. 2 Skýrsla stjórnar

Ályktanir:

Þingskjal nr. 3 Kjaramál

Þingskjal nr. 4 Lífeyrismál

Þingskjal nr. 5 Vegna uppsagna hjá Varnaliðinu

Þingskjal nr. 6 Vegna skerðinga atvinnuleysisbóta

Þingskjal nr. 7 Tillaga frá laga og skipulagsnefnd

Þingskjal nr. 8 Breyting á skatti til LÍV

Þingskjal nr. 9 Stjórnarkjör