Þing 1997
Haldið í Reykjavík 10. - 12. október 1997
Landssamband íslenzkra verzlunarmanna hélt 21. þing sitt í Reykjavík dagana 10. - 12. október 1997.
86 fulltrúar frá 20 aðildarfélögum LÍV sátu þingið. Í Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna eru 25 félög og deildir með 17.570 félagsmanna innan sinna vébanda.
Áhugasamir þingfulltrúar
Dagskrá þingsins
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir
Formaður LÍV, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir setti þingið. Hún bauð innlenda og erlenda gesti þingsins velkomna. Ingibjörg gerði margvíslegt samstarf LÍV, bæði á vettvangi Evrópusamtaka verslunarmanna og innan Alþýðusambandsins að umræðuefni enda sagði hún þörf fyrir öfluga og heilsteypta verkalýðshreyfingu. Hún hvatti verslunarmenn til að snúa bökum saman og ganga einhuga til þeirra verkefna sem framundan væru. Meginverkefnið væri að tryggja hagsmuni íslensks launafólks og í því sambandi gerði hún fyrirhugaðar breytingar á lífeyriskerfinu að umræðuefni.
Setning
Ávarp Ingibjargar R. Guðmundsdóttur
Björn Þórhallsson var sæmdur gullmerki LÍV. Í ávarpi sínu við afhendingu gullmerkisins rifjaði Ingibjörg R. Guðmundsdóttir upp að stjórn LÍV hafi ákveðið fyrir 30 árum að sæma sína bestu menn gullmerkjum sambandsins. Fram til þessa hafa aðeins fjórir menn orðið þess heiðurs aðnjótandi. Fyrsta merkið fékk Gunnlaugur J. Briem fyrrverandi varaformaður sambandsins árið 1967, næstur var Guðjón Einarsson, fyrrverandi formaður VR sem hlaut merkið 1972 og Sverrir Hermannsson fyrrverandi formaður LÍV árið 1973. Eftir það lá þessi siður niðri þar til hann var endurvakinn á síðasta þingi LÍV árið 1995 er Böðvar Pétursson var sæmdur gullmerkinu. Framkvæmdastjórnin ákvað að nú á 40 ára afmæli LÍV færi vel á því á að sæma Björn Þórhallsson fyrrverandi formann sambandsins gullmerkinu.
Þrír traustir félagar sem sátu stofnþing LÍV 1957 og hafa þeir setið flest þing frá þeim tíma. F.v. Hannes Þ. Sigurðsson, Gísli Gíslason og Böðvar Pétursson
Gullmerki
Fyrri formenn heiðraðir - Gullmerki afhent
Fyrrverandi formenn LÍV, Björn Þórhallsson og Sverrir Hermannsson, ávörpuðu þingið ásamt Jan Furstenborg og Jørgen Hoppe. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, Hansína Á. Stefánsdóttir, Verslunarmannafélagi Árnessýslu og Unnur Helgadóttir, Verslunarmannafélagi Hafnarfjarðar ávörpuðu þingið og færðu Landssambandinu gjafir í tilefni af 40 ára afmæli þess. Áður hafði borist gjöf frá Félagi verslunar- og skrifstofufólki á Akureyri. Á síðasta degi þingsins ávarpaði Erkki Toivonen þingið fyrir hönd erlendra gesta og færði Landssambandinu gjöf frá sínum samtökum.
Kjörbréfanefnd var skipuð eftirtöldum aðilum:
Hannes Þ. Sigurðsson
Böðvar Pétursson
Páll H. Jónsson
Magnús Pálsson
Guðrún Erlingsdóttir
Kjörbréf bárust frá 20 félögum og félagsdeildum fyrir 86 fulltrúa.
Forseti þingsins var kjörin Hansína Á. Stefánsdóttir og varaforseti Páll H. Jónsson.
Ritarar þingsins voru kjörnir Estíva Einarsdóttir og Jón Ragnar Jónsson.
Skýrsla stjórnar flutt af formanni
Formaður LÍV, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, flutti skýrslu stjórnar. Hún minntist tveggja látinna félaga og þakkaði þeim góð störf. Þar næst ræddi hún starfsemi sambandsins og sagði mikinn tíma hafa farið í kjaramálin og breytingar á vinnulöggjöfinni. Þá hafa samningar um gildistöku Evrópureglna sett svip sinn á störfin. Mikil vinna var lögð í málefnaundirbúning fyrir 38. þing ASÍ en nokkrar sviptingar urðu á þinginu.
Þá ræddi Ingibjörg skipulagsmál LÍV og þann ágreining sem risið hefur innan sambandsins. Hún kynnti tillögu framkvæmdastjórnar LÍV um skipan nefndar til að fara yfir starfsemi og skipulag sambandsins. Tillögunni var dreift á fundinum.
Skýrsla stjórnar í heild
Reikningar
Grétar Hannesson, gjaldkeri LÍV, gerði grein fyrir reikningum sambandsins fyrir árin 1995 og 1996. Engar athugasemdir komu fram og voru reikningarnir samþykktir samhljóða.
Skýrslur félaga
Fulltrúar einstakra félaga gerðu grein fyrir starfsemi félaga sinna. Skýrslugerðin var mjög fróðleg.
Þingnefndir
Eftirtaldar nefndir störfuðu á þinginu: Kjörnefnd, kjaramálanefnd, lífeyrisnefnd, fjárhagsnefnd, laga- og skipulagsnefnd, nefndanefnd.
Erindi
Jan Furstenberg og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir fluttu erindi um starfsemi og þátttöku í Euro-FIET.
Flutt voru þrjú erindi undir heitinu "Vinnan og vinnuumhverfið". Halldór Grönvold tók fyrir "Launafólk, Evrópusamstarfið og Vinnuvernd", Árelía E. Guðmundsdóttir flutti erindið "Vinnumarkaðurinn á umrótartímum" og erindi Gylfa Dalmanns Aðalsteinssonar hét "Vinnan, starfsmenn og stjórnun fyrirtækja".
Valgarður Sverrisson, skrifstofustjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna flutti erindi um lífeyrismál í forföllum Þorgeirs Eyjólfssonar
Jóhann Geirdal flutti framsögu um lagabreytingar LÍV, sem vísað var til nefndar.
Vinnuvernd
Ingibjörg Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari frá Mætti-Vinnuvernd, kom í þingsal utan dagskrár og hristi upp í þingfulltrúum með léttum æfingum. Allir tóku þátt í leikfiminni, sem í salnum voru og mæltist þetta vel fyrir.
Samþykktir
Umræður á þinginu verða ekki raktar hér en hér á eftir fara samþykktir þingsins:
Um fjármál LÍV
Framkomnu frumvarpi um starfsemi lífeyrissjóða mótmælt
Góðri afkomu og betri réttindum hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna fagnað
Lækkun jaðarskatta með nýju skattþrepi
Framkomnu frumvarpi um skattlagningu lífeyrissjóða mótmælt
Álit kjaramálanefndar
Lagabreytingar
Skipan nefndar til að skilgreina tilgang, markmið og starfsemi landssambandsins
Stjórnarkjör
Í þinglok fór fram kjör stjórnar og endurskoðenda 1997 til 1999.
Kosin var 10 manna framkvæmdastjórn, 10 aðalmenn í sambandsstjórn sem jafnframt eru varamenn í framkvæmdastjórn og 10 varamenn í sambandsstjórn. Kosnir voru tveir endurskoðendur og tveir til vara.
Sjá stjórn LÍV
Þinglok
Hansína Á. Stefánsdóttir óskaði formanni og stjórn til hamingju og óskaði heilla í stafi. Hún þakkaði varaforseta og riturum fyrir þeirra störf. Einnig þakkaði hún þingfulltrúum fyrir góða fundarsetu og sleit þingi.
Þingskjöl
Þingskjal nr. 1 Skýrsla stjórnar 1997