Aftur í fréttayfirlit
Yfirlýsing vegna kjarasamninga
19. janúar 2012Yfirlýsing vegna kjarasamninga
Stjórn Landssambands íslenzkra verzlunarmanna lýsir sárum vonbrigðum með að ríkisstjórn Íslands hafi ekki staðið við þau fyrirheit, sem gefin voru með yfirlýsingu hennar við gerð kjarasamninga hinn 5. maí 2011. Vill stjórnin benda sérstaklega á að sú aðför sem gerð er að almennu lífeyrissjóðunum gengur þvert á gefin fyrirheit um jöfnun lífeyrisréttinda á íslenskum vinnumarkaði, sem ríkisstjórnin lofaði að hafist yrði handa um. Þá mun það lengi í minnum haft að ríkisstjórn, sem kennir sig við norræna velferð, skuli svíkja gefin loforð um þá hækkun atvinnuleysisbóta og aðrar hækkanir almannatrygginga, sem um var samið.