Aftur í fréttayfirlit
VR og LÍV hefja undirbúning aðgerða
28. apríl 2015VR og LÍV hefja undirbúning aðgerða
Mánudaginn 27. apríl var haldinn árangurslaus samningafundur hjá ríkissáttasemjara milli fulltrúa VR og LÍV annars vegar og SA hins vegar. VR hélt fund með stjórn og trúnaðarráði sínu í gær þ. 28. apríl og hefur hafið undirbúning verkfallsaðgerða. Stjórnir og trúnaðarráð annarra aðildarfélaga LÍV munu hittast á næstu dögum og fara yfir stöðuna.