Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Vöndum valið á séreignarsparnaðarleið

Vandaðu valið svo það sé meira fyrir þig

Í ljósi frétta af séreignarsparnaðarleiðum sem ekki virðast henta íslenskum aðstæðum er rétt að benda félagsfólki í LÍV á að skoða vandlega hvaða leið það velur. Vandaðu valið svo þinn sparnaður fari í ávöxtun frekar en þjónustugjöld. Í sumum tilvikum taka söluaðilar háar samningsþóknanir sem geta numið hundruðum þúsunda króna fyrir hvern samning. Margir gera sér ekki grein fyrir þessum kostnaði við gerð samningsins. Hjá lífeyrissjóðum á Íslandi er ekki tekinn kostnaður af iðgjaldinu sem þú greiðir í sjóðinn og fer því allt sem þú greiðir beint í ávöxtun, kostnaðurinn endurspeglast í gengi hvers tíma.

Í stuttu máli

·       Hjá íslenskum vörsluaðila velur þú fjárfestingarleið og greiðslurnar þínar fara óskertar í ávöxtun hjá sjóðnum. Ekkert er dregið af því sem er lagt inn. 

·       Enginn binditími er og engin aukagjöld vegna breytinga – þú getur skipt um leið hvenær sem er og hætt að greiða án kostnaðar. Þú getur líka flutt inneign án kostnaðar.

·       Hjá erlendu tryggingafyrirtæki er algengt að þú undirritir tryggingasamning með skuldbindingu um greiðslur til lengri tíma. Yfirleitt eru upphafs- og rekstrarkostnaður sem þýðir að einungis hluti iðgjaldanna fer í ávöxtun og uppsögn eða flutningur getur verið verulega kostnaðarsamur.

Því minni gjöld → því meira heldur þú eftir til framtíðar. Bara meira fyrir þig.

Heimild: Lífeyrissjóður verslunarmanna