Verslunarfólk í Evrópu mótar áherslur
22. nóvember 2023Verslunarfólk í Evrópu mótar áherslu og velur forystu
Dagana 14.-15. nóvember komu fulltrúar verslunarfólks í 23 Evrópulöndum saman á ráðstefnu UNI Europa Commerce í Amsterdam til þess að móta áherslur og velja sér nýja forystu. Þátttakendur á ráðstefnunni gerðu úttekt á því sem áunnist hafði á síðustu fjórum árum og lagði línurnar fram á við. Ráðstefnan heyrði einnig af reynslu af sigrum og áskorunum, ógnum og tækifærum aðildarfélaga í Evrópu.
Við þetta tækifæru voru haldnar samstöðuaðgerðir til styrktar baráttu aðildarfélaga í Make Amazon Pay herferðina, mótmæli við Albert Heijn verslun vegna áforma Ahold um að breyta Delhaize verslunum í Belgíu í sérleyfisverslanir sem eru þá reknar án ábyrgðar Ahold. Ráðstefnan samþykkti einnig nýja metnaðarfulla aðgerðaáætlun í þremur liðum með það að markmiði að efla kjarasamninga sem tæki til að takast á við og vinna bug á þeirri óvissu sem verslunarstarfsmenn standa frammi fyrir, styrkja rödd starfsmanna og bæta vinnuskilyrði í verslunargeiranum.
Verslun – Atvinnugrein í umskiptum: stafræn- og loftslags umskipti, stuðla að beinum og langtímaráðningum og berjast gegn misnotkun á sérleyfisverslunum, ótryggum ráðningarsamningum, undirverktöku og þvingaðra hlutastarfa.
Áherslur UNI Europa Commerce gagnvart ESB: European Social Dialogue, European Works Councils og Skills Partnership verkefni ESB sem snýr að starfs- og endurmenntun ESB.
Efla áhrifa stéttarfélaga: að auka áhrif stéttarfélaga með virku starfi, gerð kjarasamninga og draga fjölþjóðleg fyrirtæki til ábyrgðar.
Jeff Nonato, FILCAMS-CGIL, Ítalíu, var endurkjörinn sem forseti UNI Europa ásamt 5 varaforsetum, meðlimum og varamönnum framkvæmdastjórnar. Varaforsetarnir eru Linda Palmetzhofer (Handels, Svíþjóð), Angeles Rodriguez Bonillo (Servicios CCOO, Spáni), Fatma Bugdayci-Karatas (FNV, Hollandi), Silke Zimmer (Ver.di, Þýskalandi) og Alfred Bujara (NSZZ Solidarność, Póllandi).