Verslunarfólk fagnar samningum
08. ágúst 2024Góðir samningar í Þýskalandi
Verslunarfólk í Þýskalandi fagnaði því í júlí að, eftir rúmlega eins árs erfiðar samningaviðræður og vinnudeilur, gerðir hafa verið kjarasamningar við atvinnurekendur í verslun í öllu Þýskaland. Í samningunum felst að verslunarfólk í Þýskalandi mun fá 400 evru hækkun á laun sín og samið var um allt að 40% hækkun á lífeyrisgreiðslum.
Í Þýskalandi eru gerðir samningar fyrir hönd starfsfólks í 16 sambandsríkjum Þýskalands og í júlí voru undirritaðir síðustu kjarasamningarnir í Brandenburg og Berlin, en þetta er ein lengsta og erfiðasta samningalota sem Ver.di, stéttarfélag verslunarfólks í Þýskalandi, hefur komið að. Forysta Ver.di lagði áherslu á að þessir samningar hefðu náðst í gegnum samstöðu og baráttu félagsfólk í Ver.di sem hefði þurft að leggja niður vinnu til þess að knýja fram samninga við atvinnurekendur.
Þrátt fyrir að samningar hafi náðst fyrir verslunarfólk, á enn eftir að semja fyrir hönd starfsfólks í heildsölu og milliríkjaverslun, en um þriðjungur af þeim fimm milljónum sem starfa í verslun í Þýskalandi er starfsfólk í heildverslunum eða milliríkjaviðskiptum.