Vernda ber starfsfólk í fjarskiptum frá ofbeldi og áreiti
20. mars 2023Sameiginleg yfirlýsing: Vernda ber starfsfólk í fjarskiptum frá ofbeldi og áreiti
European Telecommunications Network Operators’ Association (ETNO) sem eru samtök fjarskiptafyrirtækja og UNI Europa ICTS sem eru samtök launafólks í fjarskipta og tæknigeiranum, hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau fordæma allt ofbeldi og áreiti á vinnustað.
Lise Fuhr, Framkvæmdastjóri ETNO: "Það er ekkert rými fyrir ofbeldi á vinnustað og allt áreiti verður að fordæma að fullu. Það er í gegnum opin samskipti þar sem öll eru velkomin sem við ýtum undir nýsköpun, styrkjum félagslega ábyrgðar okkar og nært skapandi hugsun. Að tryggja öryggi fólks á vinnustað er lykilinn að velgengni."
Oliver Roething, Framkvæmdastjóri Uni Europa: "Með samvinnu og samstarfi höfum við áhrif á ofbeldi og áreiti á vinnustaðnum. Það er frábært að vinnuveitendur í ICT-geiranum séu samstarfsfólk okkar í þessari mikilvægu baráttu. Fyrirbyggjandi aðgerðir, skilgreindar aðferðir til þess að láta vita af ofbeldi og traust ferli til þess að taka á slíku kallar á þjálfun, skilgreinda framkvæmd og eftirlit. Þessi yfirlýsing sýnir sameiginlega ákvörðun okkar um að við ætlum okkur að ná þessum markmiðum, " sagði Oliver Roethig, svæðisstjóri UNI Europa.