Aftur í fréttayfirlit
Verðbólga bítur launafólk um allan heim
30. nóvember 2022Verðbólga hefur veruleg neikvæð áhrif samkvæmt ILO
Alvarleg áhrif af vaxandi verðbólgu, ásamt samdrætti í hagvexti á heimsvísu, sem meðal annars stafar af stríðinu í Úkraínu og alþjóðlegri orkukrísu – hefur haft veruleg áhrif á kaupmátt og laun víðsvegar um heim samkvæmt nýrri skýrslu frá ILO um kaup og kjör á heimsvísu.
Brýnt er að stjórnvöld og vinnumarkaðurinn grípi til tafarlausra aðgerða til þess að koma í veg fyrir aukna fátækt, ójöfnuð og aukna félagslega ólgu að því fram kemur í skýrslunni.
Frekar upplýsingar um Global Wage Report ILO hér