Aftur í fréttayfirlit
Uppsagnir sökum aldurs óheimilar
07. febrúar 2022Uppsagnir sökum aldurs óheimilar
Óheimilt er að segja fólki upp sökum aldurs samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar jafnréttismála sem féll í máli manns sem sagt var upp hjá Isavia á þeim grundvelli að hann hefði náð 67 ára aldri. Viðbúið er að áhrif úrskurðarins muni verða verulega áþreifanleg á íslenskum vinnumarkaði um ókomna tíð.