Unionen í mál við Google
04. nóvember 2024Union í Svíþjóð höfðar mál gegn Google
Þann 17. janúar 2024 var tveimur af starfsfólki Google í Svíþjóð boðað til fundar. Þar var þeim tilkynnt að endurskipulagning væri fram undan og því yrði þeirra starfskrafta ekki lengur þörf. Þeim var boðið að skrifa undir „gagnkvæman samning“ og segja upp störfum, en starfsfólkið hafnaði því boði – og tveimur vikum síðar kallaði Unionen, Google til samningaviðræðna. Stéttarfélagið telur að bandaríska fjölþjóðafyrirtækið hafi brotið lög með því að ræða of seint við Unionen.
Deilan við Google byggir á 20 ára gamalli ESB-reglu um þátttöku starfsfólks í ráðningarmálum. Sjálft heldur Google því fram að það hafi farið að reglunum og að ekki sé krafist þátttöku stéttarfélagsins á þessu stigi – nóg sé að ræða beint við starfsmenn.
Martin Wästfelt, samningastjóri Unionen, segir að: „Langflest starfsfólk vilja ekki að atvinnurekendur nálgist þau beint og ávarpi þau um einstök mál. Þau telja gott að hafa stéttarfélagið sem skjöld í því samtali.“
Kjarasamningur er loka markmiðið
Á bakvið þessa deilu liggur stærra mál: Unionen og vaxandi fjöldi starfsfólks vilja kjarasamning hjá Google, fyrirtæki sem, líkt og Tesla, er alþjóðlega þekkt fyrir að neita að gera kjarasamninga og vera fjandsamlegt stéttarfélögum.
Til þess hefur Unionen lagt áherslu á að hjálpa starfsfólki að skipuleggja sig innan tæknifyrirtækisins. Það starf hófst í kjölfar svipaðrar deilu um kjarasamninga hjá sænska fjártæknifyrirtækinu Klarna, þar sem starfsmenn náðu á endanum tímamótasamningi um starfskjör sín.
Google er „einn af mörgum atvinnurekendum þar sem við höfum mikil umsvif og aukna athygli. Það var eftir því tekið að okkur tókst að ná árangri hjá Klarna. Það hefur aukið áhugann,” bætti Wästfelt við.
Oliver Roethig, svæðisritari UNI Europa, sagði: „Það er hvetjandi að sjá hvernig starfsfólk Google í Svíþjóð lætur ekki valta yfir sig. Þau vilja hafa stéttarfélagsvernd á vinnustað sínum til að takast á við endurskipulagningarferlið. Enn fremur vilja þau kjarasamning sem veitir þeim vernd – og þau ætla að skipuleggja sig til að ná því fram. Við styðjum starfsfólk Google og stéttarfélagið Unionen í baráttunni fyrir sterkum samningi.“
Heimild: UNI Global Union