Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

UNI Global Union krefst banns

UNI Global Union krefst banns á viðskipti við ólöglegar ísraelskar landtökubyggðir

UNI Global Union hefur gengið til liðs við átakið Stop Trade with Settlements, þar sem skorað er á ríki og fyrirtæki að stöðva öll viðskipti við landtökubyggðir Ísraels á hernumdu svæðum Palestínu. Meðal þátttakenda í átakinu eru yfir 80 samtök sem í sameiningu lýsa yfir stuðningi við mannréttindi og alþjóðalög.

UNI hefur um árabil fordæmt ólöglegt landnám og krefst þess nú að gripið verði til raunverulegra aðgerða: fjárfestingum verði hætt, viðskiptatengsl rofin og ríki fari ekki með beinum eða óbeinum hætti gegn ákvörðunum Alþjóðadómstólsins.

„Fjölþjóðafyrirtæki hagnast á mannréttindabrotum og stjórnvöld verða að taka ábyrgð – rétt eins og í öðrum tilvikum hernáms og kúgunar,“ segir Christy Hoffman, framkvæmdastjóri UNI.

UNI stendur með palestínsku launafólki í baráttu fyrir réttlæti, öryggi og frelsi.

Nánar um átakið og skýrsluna Trading with Illegal Settlements