Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

UNI Europe 2025

Fleiri kjarasamninga - raunverulegt umboð og betri kjör!

Kæru félagar,

Árið 2025 er lykilár fyrir starfsfólk í þjónustustörfum í Evrópu, stéttarfélög þeirra og UNI Europa. Þegar við nálgumst 6. UNI Europa ráðstefnuna í Belfast stöndum við á mikilvægu augnabliki til að vinna að stefnumarkandi markmiði okkar: raunverulegt umboð og betri kjör fyrir launafólk í gegnum kjarasamninga.

Umbætur í opinberum innkaupum
ESB vinnur nú að endurskoðun reglna sinna um opinber innkaup, sem er mikilvægur áfangi í kjölfar herferðar okkar frá 2021. Þetta er þó aðeins byrjunin. Við verðum að knýja fram breytingar sem styðja launafólk og kom í veg fyrir kapphlaup á botninn.

Þann 1. október 2024 sendum við skýr skilaboð til framkvæmdastjórnar ESB með mótmælum í Brussel: Opinbert fé á að styðja fyrirtæki sem gera kjarasamninga. Við munum halda baráttunni áfram á næstu vikum og mánuðum til að tryggja að þetta verði að veruleika.

80% kjarasamningaþekja
Aðildarríki ESB eiga að leggja fram áætlanir fyrir árslok til að ná 80% kjarasamningaþekju á sínum vinnumörkuðum. Þetta markmið, sem er stutt af lágmarkslaunatilskipuninni, sýnir árangur okkar í að hafa áhrif á stefnu ESB. Nú verðum við að tryggja að þessu markmiði verði náð, ekki aðeins innan ESB heldur í allri Evrópu.

5 ára afmæli EPOC
Á þessu ári fagnar European Power and Organising Centre (EPOC) 5 ára afmæli sínu. EPOC hefur veitt ómetanlega þjálfun til leiðtoga stéttarfélaga, starfsfólks, trúnaðarmanna og skipuleggjenda, sem hefur hjálpað til við að styrkja stéttarfélög, fjölga félagsfólki og við gerð kjarasamninga. 

Áskoranir framundan
Þrátt fyrir árangur okkar stöndum við frammi fyrir erfiðu pólitísku landslagi. Evrópuþingið og framkvæmdastjórn ESB hafa færst til hægri, og áhrif hægri öfgaflokka aukast. Á sama tíma ógna niðurskurðarstefna og afregluvæðing efnahagslegum stöðugleika, réttindindum launafólks og lýðræðinu. Í Bandaríkjunum gæti endurkoma Trump ógnað stefnu sem styður launafólk og stuðlað að nýfrjálshyggju í Evrópu.

Á ráðstefnunni í Belfast munum við takast á við þessar áskoranir og þróa stefnu fyrir framtíðina. Saman munum við vinna að hærri launum og auknu lýðræði á vinnustöðum og standa sameinuð gegn sundrandi öflum.

25 ára afmæli UNI Europa
Árið 2025 markar einnig 25 ára afmæli UNI Europa. Undanfarin aldarfjórðung höfum við náð miklum árangri í gegnum kjarasamninga, skipulagningu, rannsóknir og hagsmunagæslu. Fögnum þessum áföngum og byggjum á þeim til að styrkja lýðræði og réttindi launafólks um alla Evrópu.

Fram á við
Gerum árið 2025 að ári styrks, árangurs og samstöðu. Saman munum við ná raunverulegu umboði og hærri launum fyrir launafólk.

Áfram með kjarasamninga!

Með bestu kveðju,
Oliver Roethig
Svæðisritari