UNI Europa undirritar tímamóta reglur
12. desember 2023UNI Europa, samband stéttarfélaga í þjónustugreinum í Evrópu, ásamt öðrum aðilum vinnumarkaðarins og vinnuveitendum í fjarskipta-, fjármála- og leikjaiðnaði, undirrituðu nýlega tímamóta leiðbeinandi reglur í París í Frakklandi sem miða að því að útrýma ofbeldi og áreitni á vinnustað.
Þetta er fyrsta dæmið um að verkalýðsfélög hafi í samstarfi við atvinnurekendur í ýmsum greinum komist að samkomulagi um svo yfirgripsmikilar leiðbeiningar. Upphafið var að bregðast við auknu ofbeldi í Covid-19 heimsfaraldrinum, sem sérstaklega beindist að konum, og taka á málum eins og heimilisofbeldi, ofbeldi þriðja aðila og sálfélagslegri hættu í fjarvinnu.
Í leiðbeiningunum er lögð áhersla á að sameiginlega fordæma ofbeldi og áreitni á vinnustöðum og þær koma nú fram þegar ESB íhugar tilskipun til að berjast gegn ofbeldi gegn konum, með áherslu á hlutverk stéttarfélaga og kjarasamninga. Leiðbeiningarnar eru afurð tveggja ára verkefnis sem styrkt var af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.