Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

UNI Europa leggur til skatt á Amazon

UNI Europa hvetur ESB til að leggja á „Amazon-skatt“ sem svar við viðskiptastríði Bandaríkjanna

UNI Europa, evrópsk samtök stéttarfélaga sem standa vörð um réttindi sjö milljóna starfsfólks í þjónustugeiranum, hafa hvatt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að innleiða víðtækan skatt á stafræna þjónustu – svokallaðan „Amazon-skatt“ – sem gagnráðstöfun vegna versnandi viðskiptatengsla við Bandaríkin.

Í bréfi til framkvæmdastjóra ESB, þeirra Stéphane Séjourné, Valdis Dombrovskis og Henna Virkkunen, sem fyrst var greint frá í Financial Times, færði UNI Europa rök fyrir því að stór bandarísk stafrænt fyrirtæki, sérstaklega Amazon, héldu áfram að njóta óréttlátra efnahagslegra yfirburða innan ESB, þar á meðal hlutfallslega lágs skattþreps og arðbærra opinberra samninga sem fjármagnaðir eru af evrópskum skattgreiðendum.

„Víða um Evrópu greiða stóru bandarísku tæknifyrirtækin að meðaltali um 9,5% í skatt, á meðan evrópskir samkeppnisaðilar borga yfir tvöfalt meira,“ sagði UNI Europa og hvatti framkvæmdastjórnina til að beita sérstökum skatti á tækni risana sem svari við tollum Bandaríkjanna.

Samkvæmt bréfinu greiddi Amazon engan tekjuskatt í höfuðstöðvum sínum í Lúxemborg á árunum 2018 til 2022 – þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi numið yfir 50 milljörðum evra bara árið 2022. UNI Europa benti einnig á rannsókn sem sýndi að Amazon Web Services hafi tryggt sér opinbera samninga að andvirði yfir 1,3 milljarða evra á árunum 2019–2021, auk næstum 30 milljóna evra í beinum samningum við stofnanir ESB á árunum 2020–2022.

„Amazon er grófasta dæmið um tvöfalda óréttlætið – það græðir bæði á skattaundanskotum og opinberum fjármunum,“ sagði Oliver Roethig, svæðisritari UNI Europa. „Evrópskir samkeppnisaðilar sem greiða skatta sína, koma fram við starfsfólk sitt af virðingu og eiga samskipti við stéttarfélög, eru í óhagstæðri stöðu. Amazon-skattur er því ekki aðeins sanngjarn – hann er nauðsynlegur til að verja efnahagslegt fullveldi Evrópu og það vinnumarkaðsmóldel sem Evrópa hefur.“

Roethig lagði áherslu á að slíkur skattur gæti jafnað leikinn fyrir evrópsk fyrirtæki sem fylgja leikreglunum og virða kjarasamninga og félagslega samskipi. Rannsókn frá Center for European Policy Studies (CEPS), sem UNI Europa vitnaði í, bendir til þess að 5% skattur á stafræna þjónustu gæti fært ESB allt að 37,5 milljarða evra á ári í auknar tekjur.

UNI Europa hefur farið fram á skriflegt erindi og óskað efrir fundi með framkvæmdastjórninni á næstu vikum til að ræða tillögun nánar.

Síðan á síðasta ári hefur Amazon sætt harðri gagnrýni í Brussel vegna synjunar sinnar á að mæta til skýrslutöku hjá Evrópuþinginu um vinnuskilyrði í vöruhúsum sínum. Þessi afstaða hefur leitt til þess að starfsleyfi lobbíista fyrirtækisins voru afturkölluð þar til skýrslutaka og vettvangsferð hefur átt sér stað.

Heimild: UNI Europa