Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Stöndum saman í fjölbreytileikanum

Við stöndum saman

Alþjóðlegt málþing samtaka hinsegin launafólks (e. Global Union LGBTI Workers) verður haldið rafrænt þann 17. maí nk. Ætlunin er að vekja athygli á stöðu hinsegin fólks á alþjóðlegum degi gegn fordómum gagnvart hinsegin fólki (e. IDAHOBIT). Á málþinginu, sem ber yfirskriftina „Trade unions vs. LGBTPhobia“, munu koma fram fulltrúar úr samtökum launafólks víðsvegar að úr heiminum.


Meðal þeirra sem munu taka til máls eru:

  • Cleve Jones frá UNITE HERE í Bandaríkjunum
  • Phyll Opuku-Gyimah frá UK Black Pride
  • Larry Rousseau – frá Canadian Labour Congress

Málþingið hefst kl. 14:00 17. maí nk. en frekari upplýsingar og skráningu má sjá hér tinyurl.com/LGBTIwebinar


Við hvetjum félagsfólk til þess að taka þátt í ráðstefnunni og deginum og til þess að sýna stuðning á samfélagsmiðlum. Efni á samfélagsmiðlum tengt alþjóðlegum degi gegn fordómum gegn hinsegin fólki má merkja með myllumerkjunum #IDAHOBIT og #IDAHOBIT2023.

Samtök launafólks víða um heim fordæmir þá andúð og ofstæki sem beinist gegn LGBTQ+ fólki af þessu tilefni. Það er grunnstef í baráttu okkar fyrir jafnrétti að allt launafólk skuli njóta sömu réttinda, virðingar og öryggis í störfum sínum óháð aldri, kyni, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni, litarafti, trú eða stjórnmálaskoðunum.