Aftur í fréttayfirlit
Stjórn LÍV lýsir yfir stuðningi við HK Norge
19. apríl 2023Fullur stuðningur við aðgerðir launafólks í Noregi
Stjórn Landssambands Íslenzkra Verzlunarmanna samþykkt á fundi sínum í dag ályktun til stuðnings systur samtökum okkar í Noregi
"Landssamband íslenzkra verzlunarmanna lýsir yfir fullum stuðningi við samtök verslunarfólks í Noregi (HK Norge) í verkfallsaðgerðum þeirra sem hófust mánudaginn 17. apríl 2023. Að leggja niður störf til þess að knýja fram kjarabætur er mikilvægasti réttur launafólks og við styðjum systur samtök okkar í þeirra baráttu fyrir bættum kjörum í þeirri lífskjarakrísu sem verslunarfólk stendur nú frammi fyrir í Noregi.
Stjórn LÍV"