Starfsfólk Google í Evrópu tekur höndum saman
13. apríl 2023Starfsfólk Google stofnar til evrópsks starfsmannaráðs
Starfsfólk Google í Evrópu, þar á meðal starfsfólk í Sviss og Bretlandi, hafa tekið höndum saman í nýju evrópsku starfsmannaráði (EWC), en með því öðlast starfsfólk rétt til upplýsingum og samtals við Google um allar ákvarðanir sem geta haft áhrif á stöðu starfsfólks Google í Evrópu.
Með stofnun þessa nýja evrópska starfsmannaráðs (EWC) er tekið afar mikilvægt skref til þess að tryggja að risa tæknifyrirtæki sem starfa í Evrópu upplýsi starfsfólk sitt um allar breytingar í starfsemi sinni og geri það með nægilegum fyrirvara til þess að starfsfólk geti haft áhrif á mögulegar breytingar. En á undanförnum mánuðum hafa þessi fyrirtæki verið að draga saman seglin í Evrópu, sagt upp starfsfólki og lokað vinnustöðum, án þess að eiga nægilegt samstarf og samtal við starfsfólkið. Þetta er því mikilvægt skref í því að innleiða vinnustaðalýðræði hjá tæknirisunum í Evrópu.
Þessar samdráttaraðgerðir og hrina uppsagna hafa auk þess orðið til þess að ýta undir stéttarfélagsaðild hjá starfsfólki þessara tæknirisa. Starfsfólkið sér mikilvægi þess að standa saman og þetta sést ljóslega í Bretlandi, Sviss og á Írlandi þar sem eru stærstu starfsstöðvar Google í Evrópu.
Um málið er fjallað á vef UNI Europa