Aftur í fréttayfirlit
Sláandi niðurstöður úr rannsókn Vörðu
31. janúar 2022Sláandi niðurstöður úr rannsókn Vörðu
Tæplega þriðjungur vinnandi fólks glímir við erfiða fjárhagsstöðu og á erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýrri könnun sem Varða - Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins framkvæmdi nýverið. Könnunin sýnir að staðan hefur versnað síðasta árið. Tæplega tíundi hluti launafólks býr við skort á efnislegum gæðum og um fjórir af hverjum tíu gætu ekki mætt óvæntum 80 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar.
Kynntu þér málið á vef Varða Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins.