Skimun bjargar lífum
22. október 2024Skimun fyrir krabbameini bjargar lífum
Vissir þú að konur eiga rétt á að skreppa úr vinnu til að fara í skimun fyrir krabbameini? LÍV hvetur konur til að fara í krabbameinsskimanir.
Konur fá boð í skimun fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini með bréfi og í gegnum vefinn Heilsuvera.is. Það kostar aðeins 500 krónur að koma í skimun. Skimun tekur aðeins um 10 mínútur.
Leghálsskimanir eru framkvæmdar af ljósmæðrum á öllum heilsugæslustöðvum. Konur sem fá boð geta bókað tíma eða mætt í opið hús. Sumar heilsugæslustöðvar eru með opið hús milli klukkan 15 og 17 alla fimmtudaga til 21. nóvember.
Brjóstaskimanir eru framkvæmdar á Brjóstamiðstöð Landspítalans við Eiríksgötu 5 í Reykjavík. Konur sem fá boð geta bókað tíma í síma 543 9560 eða með tölvupósti á brjostaskimun@landspitali.is.
Nánari upplýsingar um skimanir má finna á vefnum.
Þessi frétt er unnin samstarfi við Heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu.