Aftur í fréttayfirlit
Skert starfshlutfall og atvinnuleysisbætur
12. janúar 2010Skert starfshlutfall og atvinnuleysisbætur
a) Skert starfshlutfall vegna tímabundins samdráttar
Reglan á við þegar fyrirtæki þarf að skerða starfshlutfall starfsmanna sinna þegar um „ tímabundna aðgerð er að ræða vegna sérstakra aðstæðna á vinnumarkaði sem rekja má til efnahagsþrenginganna sem hófust í október 2008“. Gert er ráð fyrir að þessi tímabundna breyting á ráðningarsamningi vari í þrjá mánuði í senn.
Starfshlutfallið þarf að vera lækkað um 20% hið minnsta og hinn tryggði haldið að lágmarki 50% starfshlutfalli.