Segir IKEA brjóta á trúnaðarmönnum
05. júní 2023IKEA í Noregi fyrir dóm vegna uppsagnar trúnaðarfólks
Réttarhöld standa yfir í Héraðsdómi Óslóar vegna uppsagnar öryggistrúnaðarmanns Ikea, sem einnig var meðlimur í stéttarfélaginu Handel og Kontor (HK). Formaður HK, Christopher Beckham, telur að það sem sé að gerast hjá Ikea jafngildi samningsslitum. Ef Ikea vinnur málið óttast Beckham að það muni leiða til aðgerða gegn trúnaðarfólki í öðrum fyrirtækjum sem stígi fram opinberlega og segi álit sitt á framkomu atvinnurekenda. HK hafi borist tilkynningar frá trúnaðarmönnum sem hafa haldið að sér höndum og sagt frá hótunum um uppsagnir eða önnur viðurlög atvinnurekenda.
Ikea hafnar hins vegar ásökunum um samningsbrot og segir að fyrrverandi starfsmanni hafi verið sagt upp störfum vegna ítrekaðra brota á ráðningarsamningi og kvartana frá öðrum starfsmönnum vegna framkomu hans. Réttarhöldin, sem hófust 15. maí, hafa notið stuðnings HK og LO félaga og er Beckham öruggur með sigur í dómssal. Eftir dóminn ætli LO að ræða málið við NHO (Confederation of Norwegian Enterprise) og Ikea til að tryggja að fulltrúar verkalýðsfélaga geti sinnt skyldum sínum.
Lestu umfjöllun um þetta mál á vef HK á norsku