Aftur í fréttayfirlit
Seðlabankinn á villigötum?
04. maí 2022Ole Anton Bieltvedt veltir því upp í nýlegri grein sem birtist í Fréttablaðinu hvort Seðlabanki Íslands sé mögulega að taka kolrangar ákvarðanir í vaxtamálum. Ákvarðanir sem muni hafa hörmulegar afleiðingar fyrir bæði heimili og efnahag og gangi þvert gegn yfirlýstu markmiði SÍ.
"Ef eitthvað er að marka 25 helztu efnahagsspekinga álfunnar og þeirra greiningu á ástandinu, verður frekari stýrivaxtahækkun ekki slökkvivökvi á verðbólguelda, heldur olía á þá, með ófyrirsjánlegum afleiðingum fyrir velferð fólksins í landinu, svo að ekki sé nú talað um kjarasamninga haustsins"