Samtök launafólks standa með Úkraínu
21. mars 2022Samtök launafólks standa með Úkraínu
Samtök launafólks í Evrópu hafa staðið þétt að baki samherjum sínum í Úkraínu í kjölfarið á árás Rússa þann 24. Febrúar 2022. Strax í upphafi þá hafa úkraínsk verkalýðsfélög aðstoðað fórnarlömb stríðs Pútíns og njóta jafnframt stuðnings verkalýðsfélaga um alla Evrópu. Í Póllandi, þar sem þúsundir úkraínskra flóttamanna eru nú þegar, tóku aðilar vinnumarkaðarins sig saman og mótmæltu „því yfirgangi Rússa“ og kölluðu eftir „staðföstum og hugrökkum viðbrögðum frá alþjóðasamfélaginu“. Samtök verkalýðsfélaga alls Póllands stofnuðu tengilið fyrir fólk í neyð og skoraði strax á Mateusz Morawiecki forsætisráðherra um að gera úkraínskum ríkisborgurum kleift að dvelja í Póllandi.
Hér á landi hefur VR, ásamt öðrum verkalýðsfélögum, boðið fram bæði fjárhagslegan stuðning og íbúðir til flóttafólks frá Úkraínu.