Röng verðbólguviðbrögð skaða launafólk
05. júlí 2023Launahækkun tryggir lækkun verðbólgu
Ronald Janssen heldur því fram að í stað þess að reyna að veikja stöðu launafólks vegna verðbólgu sé kominn tími til að styrkja það í grein sem Social Europe birti nýlega. Hann bendir á að laun hafi tapað kaupmætti vegna verðbólgu frekar launahækkanir séu að keyra verðbólguna áfram.
Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur lagt fram vísbendingar um að hagnaðarhlutdeild í landsframleiðslu hafi aukist í flestum löndum, sem bendir til þess að fyrirtæki hafi verið að hækka söluverð til að auka hagnað.
Ronald telur að það sé því rúm fyrir nafnlauna hækkanir launa án verðbólgu og að mikill hagnaður geti komið í veg fyrir verðbólguþrýsting frá launahækkunum. Hann véfengir að há verðbólga stafi eingöngu af of mikilli heildareftirspurn vegna launaþrýstings og bendir á að hagnaðarhlutföll séu að hækka á meðan kostnaðar hlutfall launa sé að lækka.
Ronald heldur því fram að nýlegar truflanir á framboðshliðinni og flöskuhálsar í afhendingu hafi leitt til tímabundins einokunarástands fyrir fyrirtækin, sem gerir þeim kleift að hækka verð umfram kostnað. Þegar verðlagningarmáttur fyrirtækja minnkar, munu þau þurfa að draga úr hagnaði og öflugur launavöxtur sé sanngjarn og nauðsyn að auka aftur kaupmátt launafólks.
Ronald gagnrýnir núverandi stefnu sem snýst um að koma í veg fyrir verulega launahækkun og kallar eftir stefnubreytingu sem styðja öflugri kjarasamninga og endurdreifingu frá hagnaði yfir í laun. Hann leggur til að stuðlað verði að félagslegri umræðu og þríhliða samráði meðal verkalýðsfélaga, atvinnurekenda og ríkisvaldsins til að takast á við framfærslukostnaðarkreppuna og endurheimta kaupmátt á sama tíma og við erum á varðbergi gegn aukinni verðbólgu.