Aftur í fréttayfirlit
Rangfærslur í tilboði SA til VR/LÍV og Flóa
20. maí 2015Rangfærslur í tilboði SA til VR/LÍV og Flóa
Tilboð SA um 23.5% til Flóa og VR/LÍV.
Samtök atvinnulífsins hafa sett fram tilboð þar sem þau telja sig bjóða fram 23.5% hækkun dagvinnulauna í yfirstandandi samningaviðræðum. Þá hafa samtökin lagt fram breytingar á vinnutímaákvæðum samninga þar sem dagvinnutímabil er lengt um þrjár klukkustundir, matar- og kaffitímar aflagðir og breytingar lagðar til á álagsgreiðslum en við útreikning á þessu tilboði kemur fram að þetta stenst engan veginn skoðun og margt launafólk er að fá lítið sem ekkert út úr tilboðinu.