Ragnar Þór Ingólfsson endurkjörinn formaður LÍV
20. október 2023Þingi Landssambands íslenzkra verzlunarmanna var slitið á Hótel Selfossi í dag, föstudaginn 20. október. Ragnar Þór Ingólfsson var endurkjörinn formaður LÍV fyrir kjörtímabilið 2023-2025. Þá var ný stjórn kosin og eru eftirfarandi kjörin til næstu tveggja ára:
Eiður Stefánsson, FVSA
Hjörtur Geirmundsson, Verslunarmannafélag Skagafjarðar
Kristín María Björnsdóttir, VR
Kolbrún Júlía Erlendsdóttir, VR
Anna Halldórsdóttir, Stéttarfélag Vesturlands
Ólafur Reimar Gunnarsson, VR
Eftirfarandi voru sjálfkjörin í varastjórn til næstu tveggja ára:
Bjarni Þór Sigurðsson, VR
Hulda Björnsdóttir, FVSA
Jónas Yngvi Ásgrímsson, VR
Elva Héðinsdóttir, Framsýn stéttarfélag
Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir, VR
Margrét J. Birkisdóttir, Verkalýðsfélag Vestfjarða
Jac Norðquist, VR
Þingið tók fyrir helstu kröfur á stjórnvöld fyrir komandi kjaraviðræður og fjallaði um kröfugerð sambandsins á hendur atvinnurekendum. Þingið samþykkti ályktun um réttlát umskipti, ályktunina má lesa í heild sinni hér.