Ræstitæknar með verðstöðugleikann á herðum sér
28. febrúar 2022Ræstitæknar með verðstöðugleikann á herðum sér
Þórður Snær Júlíusson skrifar leiðara í Kjarnanum þar sem hann bendir á þá skrýtnu staðreynd að á meðan fyrirtæki skráð á markað rembast við að uppfæra starfskjarnastefnur sínar svo hægt sé að greiða stjórnendum hærri laun, feitari bónusa og rýmri kauprétti, en á sama tíma sé það launafólk, aðallega það sem er á lægstu laununum, sem á að bera uppi verðstöðugleikann.
"Aðgerðir Seðlabanka Íslands og stjórnvalda til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum skiluðu ákveðnum árangri. Það tókst að verja kaupmátt og atvinnusköpun. Hliðaráhrif voru þau að aðgerðirnar færðu tugi milljarða króna úr ríkissjóði til atvinnulífsins, í einhverjum tilfellum til að verja hlutafé eigenda fyrirtækja frá því að rýrna. Hliðaráhrif urðu gríðarlegar hækkanir á hlutabréfum og fasteignum, sem skiluðu ofsagróða í vasa þeirra sem fjárfesta í slíkum eignum í stórum stíl. Það er sannarlega ekki öll þjóðin. Í lok árs 2020 voru til að mynda 85 prósent allra verðbréfa í eigu einstaklinga í eigu þeirra tíundar sem var með hæstu tekjurnar. "