Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Raddir launafólks í fjölmiðlum

Við þurfum að láta okkar rödd heyrast

Áhugaverð umfjöllun um launafólk og fjölmiðla birtist í Novara Media nú nýlega þar sem farið var yfir hvernig fjölmiðlaumfjöllun í Bretlandi hefur breyst. Á síðustu öld voru starfandi á flestum fjölmiðlum í Bretlandi fjölmiðlafólk sem fjallaði um kjör launafólks og samtaka þeirra. Vart þarf að rifja upp að hér á landi er nú orðið langt um liðið síðan starfandi hafa verið fjölmiðlar sem halda úti reglubundinni umfjöllun um málefni sem snúa að launafólki og samtökum þeirra. Á sama tíma hefur umfjöllun um viðskiptalífið og hagsmuni atvinnurekanda og fjármagns margfaldast.


Stærri fjölmiðlar landsins halda úti sérstakri umfjöllun um hræringar á hlutabréfamarkaði, ráðningum í stjórnendastöður og þar er sannarlega ekki verið ræða um þau mál út frá forsendum launafólks. Raunar virðast þeir sem starfa við fréttaflutning af viðskiptalífinu fremur telja samtök launafólks til óþurftar, enda hafi kröfur okkar neikvæð áhrif á arðsemi og arðgreiðslur. Umræða fer nú fram innan hreyfingar okkar um að þörf sé á því að okkar viðhorf heyrist ekki síður og samtök okkar séu gildandi í allri umræðu um það samfélag sem við viljum sjá.

En hvað var það eiginlega sem breytti þessu í Bretlandi? Um það má lesa í þessari mjög áhugaverðu umfjöllun Novara Media: The Media Needs More Labour Correspondents