Aftur í fréttayfirlit
PAM samþykkir samninga
15. febrúar 2023PAM samþykkir nýjan samning
PAM í Finnlandi hefur undirritað nýjan kjarasamning fyrir verslunarfólk og aflýst verkföllum sem hófust 9. febrúar. Samningurinn er til tveggja ára og munu laun fólks í fullu starfi hækka um 165 evrur á mánuði á samningstímanum, auk þess sem 400 evrur munu koma sem eingreiðsla.
Forseti PAM, Annika Rönni-Sällinen, er ánægð með niðurstöðuna í samningaviðræðum sem voru sannarlega voru erfiðar.
„Við gerðum samning sem við getum verið ánægð með. Langtímamarkmið okkar um launahækkanir í evrum náðust. Hækkanir í evrum í stað prósenta eru sérstaklega til hagsbóta fyrir lágtekjufólk.“
Frekari upplýsingar á vef PAM á ensku