Aftur í fréttayfirlit
Öll aðildarfélög LÍV samþykktu boðun verkfalls
19. maí 2015Öll aðildarfélög LÍV samþykktu boðun verkfalls
Verkfallsboðun á félagssvæðum aðildarfélaga LÍV var samþykkt í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem lauk á hádegi í dag, þriðjudaginn 19. maí. Kosið var um verkfall meðal félagsmanna sem starfa í fyrirtækjum innan Samtaka atvinnulífsins annars vegar og innan Félags atvinnurekenda hins vegar. Atkvæðagreiðslan var rafræn og hófst að morgni 12. maí síðastliðinn.