Ný skýrsla Vörðu: Breið gjá í stöðu launafólks
01. október 2025Ný skýrsla Vörðu sýnir að breið gjá einkennir stöðu launafólks í landinu
Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins – hefur birt nýja skýrslu um lífsskilyrði launafólks. Niðurstöðurnar sýna að mikill munur er á afkomu fólks á vinnumarkaði.
Sjö af hverjum tíu ná endum saman og sex af hverjum tíu geta mætt óvæntum útgjöldum upp á 100 þúsund krónur án þess að taka lán. Hins vegar býr stór hluti launafólks við mjög þröng kjör og margir upplifa raunverulegan skort.
Meirihluti á eignir og býr í eigin húsnæði en umtalsverður hópur er skuldsettur, þar á meðal með yfirdrátt, bílalán eða smálán.
Innflytjendur taka virkan þátt á vinnumarkaði og eru að jafnaði menntaðri en innfæddir, en samt eru tekjur þeirra lægri og fjárhagsstaðan verri.
Skýrslan dregur einnig fram skýran tengslahring milli tekna og heilsu. Fólk á tekjulágum heimilum býr mun oftar við bæði slæma andlega og líkamlega heilsu en þeir sem hafa hærri heimilistekjur.
Rannsóknin náði til tæplega 25.000 félagsmanna í aðildarfélögum ASÍ og BSRB, sem er mesti fjöldi svara frá upphafi. Þetta er fimmta árið í röð sem könnunin er gerð.
Heildarskýrsluna má lesa á heimasíðu Vörðu