Aftur í fréttayfirlit
Nú er nóg komið
12. ágúst 2022Það er komið nóg!
Nokkur samtök launafólks í Bretlandi hafa hrint af stað herferð undir kjörorðunum "Enough is Enough" og hafa á skömmum tíma safnað hundruðum þúsunda undirskrifta þar sem settar eru fram einfaldar kröfur um aðgerðir vegna versnandi stöðu launafólks á Bretlandi.
"Sanngjörn laun, reikningar sem við ráðum við að borga, matur fyrir alla og mansæmandi húsnæði. Þetta er ekki lúxus, þetta eru mannréttindi"
Svo segir á vef sem aðstandendur þessarar herferðar opnuðu í byrjun ágúst og nú þegar hafa hundruðir þúsunda skrifað undir kröfur þeirra sem eru:
- Raunverulegar kjarabætur
- Lækkun orkureikninga
- Endum matarfátækt
- Mannsæmandi húsnæði
- Skattleggjum þau ríku