Aftur í fréttayfirlit
Mikilvægt að gæta hófsemi
09. nóvember 2022"Verkalýðshreyfingin getur ekki mætt að borðinu með hófsemi ef það sama gengur ekki yfir alla, við verðum að mætast á miðri leið og beita sameiginlegum samtakamætti til að rétta úr kútnum" skrifar Eiður Stefánsson, formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni í nýlegri grein sem birtist á vef FVSA.
Eiður minnir á að það sé ekki eingöngu hlutverk launafólks að gæta hófs, heldur verði slíkt hið sama að gilda um alla þá sem haft geti haft áhrif á verðbólgu. Nefnir hann sveitarfélög sérstaklega til sögu og segir að sú hækkun sem boðuð sé á hans félagssvæði sé fram úr hófi og virki sem eldsneyti á verðbólgubálið.