Mikið högg á sænskum vinnumarkaði
13. mars 2025Northvolt gjaldþrotið í Svíþjóð hefur áhrif á alla Svía
Stærsta gjaldþrot í sögu Svíþjóðar þegar Northvolt verður gjaldþrota
Gríðarlegt högg fyrir atvinnulíf í norður Svíþjóð og 1300 félaga í Unionen sem er systur sambandi LÍV verða fyrir áhrifum.
“Við viljum sjá skilvirka afgreiðslu launatryggingagreiðslna hjá skiptastjóra gjaldþrotsins svo að félagsfólk okkar fái laun sín greidd eins fljótt og mögulegt er. Við munum halda áfram samtalinu og veita reglulega upplýsingar á meðan ferlinu stendur. Að sjálfsögðu vonumst við einnig til þess að sú þekking og hæfni sem félagsfólk okkar býr yfir verði nýtt. Það væri gríðarlegt tap fyrir samkeppnishæfni Svíþjóðar og Evrópu ef þessar fjárfestingar nýtist ekki.” sagði Filip Vujcic lögmaður Unionen.
Um 5000 manns starfa í dag hjá Northvolt, flestir í Skellefteå, en fyrirtækið er einnig með starfsfólk í Västerås og Stokkhólmi.
„Það er augljóslega margt sem hefur farið úrskeiðis, og nú geldur félagsfólk fyrir mistökin. Það þarf að skýra ábyrgðina í þessu máli,“ segir Marie Nilsson, formaður IF Metall en nærri 2000 af starfsmannahópi Northvolt voru félagar í IF Metall stéttarfélaginu.
Ástæða gjaldþrotsins eru langvinnir erfiðleikar sem náðu hámarki síðastliðið haust þegar stjórn fyrirtækisins ákvað að fara í endurskipulagningu hjá bandarískum dómstól, svokallað Chapter 11. Síðan þá hefur fyrirtækið reynt að afla frekara fjármagns til að halda starfseminni gangandi, en án árangurs. Meðal annars var fjallað um málið í Heimsglugganum hjá RÚV í dag
Gjaldþrotið hefur áhrif á alla Svía, þar sem níu milljarðar sænskra króna úr lífeyrissjóðum hafa verið lagðir í fyrirtækið, en sú upphæð er ígildi rúmlega 118 milljarða íslenskra króna.