Miðstjórn ASÍ mótmælir frumvarpi
28. október 2022Ályktun miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um félagafrelsisfrumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins
Framkomið frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi á vinnumarkaði vekur furðu forsvarsfólks samtaka launafólks á Íslandi, enda virðist það endurspegla "sérvisku jaðarhóps stjórnmálamanna" eins og það er orðið í ályktun miðstjórnar ASÍ
"Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir yfir mikilli furðu á framkomnu frumvarpi þingmanna Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi á vinnumarkaði.
Á Íslandi ríkir félagafrelsi. Tengsl kjarasamninga og stéttarfélagsaðildar hafa reynst mikilvægur þáttur í linnulausri baráttu íslensks launafólks fyrir mannsæmandi kjörum, samtryggingu og velferð og tryggt meiri jöfnuð hér á landi en víðast annars staðar. Verkalýðshreyfingin hefur engan hug á að láta sérvisku jaðarhóps stjórnmálamanna hafa áhrif á þá kjarnastarfsemi sína."