Aftur í fréttayfirlit
LÍV vísar kjaradeilu til sáttasemjara
17. apríl 2015LÍV vísar kjaradeilu til sáttasemjara
Föstudaginn 17. apríl sl. vísaði Landssamband ísl. verzlunarmanna deilu um gerð kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á grundvelli 2. mgr. 24. gr. laga nr. 80/1938.
Allt frá því að kröfugerð var lögð fram hafa átt sér stað viðræður milli aðila sem ekki hafa skilað þeim árangri sem til var ætlast og því talið eðlilegt að vísa á þessum tímapunkti.