Aftur í fréttayfirlit
LÍV undirritar kjarasamning við FA
14. mars 2024Kjarasamningur undirritaður við FA
Skrifað var undir kjarasamning við Félag atvinnurekenda í hádeginu í dag, fimmtudaginn 14. mars 2024.
Samningurinn er sambærilegur og nýgerður kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst 18. mars og stendur til fimmtudagsins 21. mars.
Á myndinni eru Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og LÍV, Eiður Stefánsson, formaður samninganefndar LÍV, Guðrún Ragna Garðarsdóttir, formaður FA og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.