LÍV á heimsþingi UNI Global Union
23. ágúst 2023LÍV fulltrúar Íslands á heimsþingi UNI Global Union
Sjötta heimsþing UNI Global Union fer fram sunnudaginn 27. ágúst til miðvikudagsins 30. ágúst 2023 í Philadelphia ráðstefnumiðstöðinni í Fíladelfíu, Bandaríkjunum.
Undir yfirskriftinni „Rising Together“ mun þingið leiða saman forystu samtaka launafólks sem eru fulltrúar yfir 20 milljóna starfandi launafólks frá öllum heimshornum. Sem munu koma saman til þess að leggja drögin að nýrri aðgerðaráætlun til næstu fjögurra ára með það að markmiði að auka áhrif samtaka launafólks um allan heim.
Innan raða UNI Global Union eru aðildarfélögum í 150 löndum, sem öll vinna að því markmiði að bæta kjör fólks sem starfar í þjónustu. UNI Global Union styður við starf samtaka launafólks með margvíslegum hætti. Má þar nefna ráðgjöf, beinan stuðning, þrýsting á stjórnvöld, atvinnurekendur og alþjóðastofanir, beini aðstoð við gerð kjarasamninga og upplýsinga herferðum sem hafa það markmið að styðja við grasrótarstarf stéttarfélaga.
Í Bandaríkjunum eru deildir UNI í forsvari fyrir milljónir starfsmanna í fjölbreyttum atvinnugreinum eins og þrif, umönnun, afþreyingu, póstdreifingu, verslun, tækni, íþróttum og fleira.
Hér má finna upplýsingar á vef "Rising Together"