Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Lífeyrissjóðsmál

Lífeyrissjóðsmál

Það má ljóst vera að kjarasamningar eru framundan. Samtök atvinnulífsins, SA, virðast ákveðin í að byrja samningalotuna með tilbúnum ágreiningi um aðild verslunar- og skrifstofufólks að Lífeyrissjóði verzlunarmanna. VR og LÍV er ekki kunnugt um að ágreiningur hafi verið uppi um það. Að sögn framkvæmdastjóra SA hafa samtökin ekki tekið formlega afstöðu til málsins. Því má spyrja, hver er tilgangurinn með því að fjalla um það opinberlega nú?