Fara á efnissvæði
Aftur í fréttayfirlit

Launaleynd afnumin af ESB

Nýjum reglur ESB ætlað að minnka kynbundin launamun

ESB hefur samþykkt nýtt regluverk varðandi launaleynd og aðgengi að upplýsingum um launakjör, sem vonir standa til að muni minnka kynbundin launamun hjá fyrirtækjum sem starfa í aðildarríkjum ESB. Með samþykkt Evrópuþingsins undir lok síðasta mánaðar er ljóst að ESB mun leggja áherslu á nýja nálgun þegar kemur að starfskjörum þar sem áherslan er nú á að auka jöfnuð og gegnsæi. Með þessum nýjum reglum frá ESB munu fyrirtæki sem starfa innan ESB verða skyld til þess að veita upplýsingar sem gerir starfsfólki auðveldara að bera saman kjör sín.


Regluverkið sem nú hefur verið samþykkt af Evrópuþingu var lögð fram af framkvæmdastjórn ESB í mars 2021 og mun nú þurfa formlegt samþykkt af þjóðþingum aðildarríkja ESB og leidd í lög innan þriggja ára frá því að hún hefur gengið í gildi.

Með þessari nýju tilskipun er ætlunin að auka á gegnsæi og skyldar fyrirtæki sem hafa fleiri en 100 starfsmenn til að leggja fram upplýsingar um launamismun og skilgreina þær aðferðir sem ætlunin er að nota til þess að útrýma launamismunun. En í dag er kynbundin launamunur hjá ESB að meðaltali 12,7%

Nánari upplýsingar eru að finna á ensku á EURACTIVE.